Symphony of science!

Ég hef haft áhuga á vísindum frá því að ég man eftir mér. Þegar ég var 7-8 ára þá lét ég mömmu mína taka upp fyrir mig dýralífsmyndir ef þær voru í sjónvarpinu þegar ég var að fara að sofa eða var hjá vinum mínum. David Attenborough var (og er) í miklu uppáhaldi hjá mér eftir það

Þegar ég varð eldri fór ég að hafa meiri áhuga á stjörnunum og alheiminum og var þá bent á Cosmos þættina eftir Carl Sagan og þeir höfðu mikil áhrif á áhuga minn á vísindum. Ég held að Engin maður komist með tærnar þar sem Carl sagan hefur hælana þegar kemur að því að útskýra vísindi fyrir fólki á skemmtilegan og fræðandi hátt. Ég hef eki tölu á hvað ég er búin að horfa oft á þessa þætti og fæ aldrei leið á þeim.

Ég rakst á þessi myndbönd á youtube  um daginn mér til mikilla gleði þar sem þarna eru flest allar mínar hetjur

 

Við að horfa á þetta verð ég hálf orðlaus 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband